Erlent

Mestu leyniþjónustugögn sem hafa verið birt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Osama Bin Laden var tekinn af lifi í byrjun vikunnar. Mynd/ afp.
Osama Bin Laden var tekinn af lifi í byrjun vikunnar. Mynd/ afp.
Varnarmálaráðuneytið í Bandaríkjunum birti í dag fimm myndskeið af Osama Bin Laden. Leyniþjónustumenn lögðu hald á myndskeiðin þegar þeir réðust inn á heimili hans í byrjun vikunnar og felldu hann. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að um sé að ræða mestu leyniþjónustugögn sem þau hafi nokkurn tímann komist yfir.

Á einu myndskeiðinu sést Bin Laden horfa á fréttir af sjálfum sér. Talið er að hann hafi tekið annað myndskeiðið upp í október eða nóvember. Þar er hann að lesa inn hljóðskilaboð sem talið er að hann hafi ætlað að senda bandarískum stjórnvöldum. Bandarísk stjórnvöld segja að efni hljóðskilaboðanna sé svo óviðeigandi að þau vilja ekki birta þau opinberlega. Í hinum þremur myndskeiðunum er talið að Bin Laden hafi verið að undirbúa skilaboð sem hann hafi ætlað að senda til allrar heimsbyggðarinnar, eftir því sem fram kemur á CNN.

Það var aðfaranótt síðastliðins mánudags sem Bin Laden var skotinn til bana. Sky fréttastöðin segir að al-Qaida hryðjuverkasamtökin leiti nú arftaka hans í leiðtogastól samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×