Erlent

Nítján tróðu sér í einn bíl

SB skrifar
Það var þröng á þingi í bílnum.Myndin er úr safni.  Mynd/ afp.
Það var þröng á þingi í bílnum.Myndin er úr safni. Mynd/ afp.
Hækkandi bensínverð hefur haft áhrif víða í heiminum og dæmi eru um að fólk hópist saman í bíla til að spara peninga. Í Þýskalandi gekk hópur Rúmena þó skrefinu lengra. Þýska lögreglan stöðvaði fólksbíl frá Rúmeníu því átján manns voru í bílnum auk ökumannsins. Bíllinn var stöðvaður á Hraðbrautinni í grennd við Ruhsdorf í Þýskalandi. Lögreglan í Bæjaralandi er með málið á sinni könnu en í bílnum voru þrettán fullorðnir einstaklingar auk sex barna. Fólkið var á leiðinni til Frakklands. Eftir að rannsókn lögreglunnar lauk fengu fimm Rúmenar að halda ferð sinni áfram á fólksbílnum. Hinir þurftu að láta sér lestarnar duga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×