Erlent

Obama hitti mennina sem drápu Bin Laden

Barack Obama Bandaríkjaforseti hitti í dag hermennina sem tóku þátt í að drepa hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden. Hann þakkaði hópnum fyrir „vel unnin störf“ og sagði að þeir séu hinir „hljóðlátu atvinnumenn Ameríku“.

Engar myndir voru teknar af fundi þeirra Obama og sérsveitarmannanna enda hvílir mikil leynd yfir hópnum. Þeir eru allir meðlimir í Navy Seals í bandaríska flotanum en nöfn þeirra munu sennilegast aldrei verða upplýst. Obama sæmdi þá heiðursmerki forsetans. Eftir fundinn hitti Obama hermenn í herstöð á Florída og þar sagði hann að hópurinn hefði æft aðgerðina í þaula áður en lagt var af stað. Þegar skipunin um árásina hafi loks verið gefin hafi þeir verið sannarlega verið tilbúnir. „Þessir Bandaríkjamenn eiga heiður skilinn fyrir eina mestu og mikilvægustu hernaðaraðgerð í sögu landsins,“ sagði Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×