Fótbolti

Miði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar til sölu á rúma milljón

Arnar Björnsson skrifar
Lionel Messi skorar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum.
Lionel Messi skorar í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ verður eftirlitsmaður á úrslitaleik Barcelona og Manchester United í meistaradeildinni á Wembley 28. maí.  Þetta er mikill heiður fyrir KSÍ og formanninn enda vildu margir vera í hans sporum.

Miði á úrslitaleikinn sem kostar 140 pund um 26 þúsund krónur var boðinn til sölu á hjá globalticketmarket.com  á 6 þúsund pund eða 1,1 milljón króna.  Að auki þarf sá sem kaupir að borga 200 þúsund króna í bókunar og staðfestingargjald.  Samtals 1,2 milljónir króna.

Michel Platini forseti knattspyrnusambands Evrópu hefur beðist afsökunar á háu miðaverði.  UEFA hefur fengið 200 þúsund óskir um þá 10 þúsund miða sem fara í almenna sölu en ódýrasti miðinn kostar um 28 þúsund krónur.  Félögin sem spila til úrslita fá 25 þúsund miða hvort til sinna stuðningsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×