Jakob og Hlynur sænskir meistarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 15:53 Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83. Jakob var stigahæstur allra á vellinum með 31 stig en Hlynur tók flest fráköst allra, níu talsins. Úrslitarimman hafði verið æsispennandi en Norrköping var hársbreidd frá því að vinna titilinn í sjötta leik liðanna. Jakob Örn kom í veg fyrir það með því að tryggja Sundsvall framlengingu í þeim leik sem Sundsvall svo vann. Jakob átti einnig stórleik í framlengingunni. Óhætt er að segja að þeir Jakob og Hlynur hafi svo átt stóran þátt í sigrinum í dag. Báðir hafa verið lykilmenn í liðinu í allan vetur og leikið sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Jakob átti einn besta leik ferils síns í dag - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði tíu af fyrstu fimmtán stigum Sundsvall í leiknum sem stakk hreinlega af í fyrsta leikhluta. Jakob var alls með 26 stig í fyrri hálfleik og setti niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Hlynur stóð sig einnig vel og skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum. Staðan í hálfleik var 62-40 og átti þessi góða frammistaða í fyrri hálfleik eftir að færa liðinu sigurinn í dag. Íslensku strákarnir höfðu hægt um sig í seinni hálfleik en þegar að Jakob setti niður þriggja stiga skot í upphafi fjórða leikhluta, eftir stoðsendingu frá Hlyni, var endanlega ljóst í hvað stefndi. Munurinn hafði haldist nánast sá sami í seinni hálfleik en mestur varð hann 27 stig. Norrköping náði aldrei að stíga skrefið til fulls og ógna forystu Sundsvall að nokkru ráði. Sigurinn var á endanum öruggur sem fyrr segir. Jakob skoraði alls 31 stig í leiknum auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Hann nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum og þrjú af fimm tveggja stiga. Hann var einnig öruggur á vítalínunni - setti niður fjögur af fimm vítaköstum. Hlynur skoraði níu stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þeir félagar voru lengst inn á vellinum af leikmönnum Sundsvall - Jakob í rúmar 36 mínútur og Hlynur í tæpar 36. Fylgst var með leiknum á Vísi.1. leikhluti: 32-15 Jakob Örn átti stórleik í fyrsta leikhluta en hann skoraði alls sextán stig í honum, þar af fyrstu fimm stigin í leiknum. Þar með gaf hann tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn fóru hreinlega á kostum með Jakob í fararbroddi en hann setti niður fjögur þriggja stiga skot í leikhlutanum. Hlynur setti einnig niður þrist í leikhlutanum og er kominn með þrjú stig. Hann tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.2. leikhluti: 62-40 Jakob er greinilega að eiga leik lífsins. Hann hefur skorað 26 stig og sett niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hann byrjaði annan leikhluta á því að setja niður þrist eftir sjö sekúndur. Hlynur mátti ekki vera minni maður og setti sinn annan þrist niður í leiknum um miðjan leikhlutann. Hann er samtals með sex stig og hefur nýtt bæði þriggja stiga skotin sín. Jakob lokaði svo leikhlutanum eins og hann byrjaði hann - með þristi. Staðan að loknum fyrri hálfleik er 62-40 og ljóst að Sundsvall er í ansi vænlegri stöðu. Jakob er með 26 stig, tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hann hefur ekki enn tapað bolta. Hlynur er með sex stig, fimm fráköst og eina stoðsendinga. Hann hefur tapað boltanum einu sinni.3. leikhluti: 81-60 Strákarnir höfðu mjög hægt um sig í þriðja leikhluta. Hlynur byrjaði á því að misnota sitt fyrsta þriggja stiga skot í leiknum og þá tapaði Jakob sínum fyrsta bolta. En Sundsvall byrjaði engu að síður vel og félagar þeirra settu niður nokkur þriggja stiga skot. Munurinn varð mestru 27 stig í stöðunni 70-43 en þá komst Norrköping á 8-1 sprett og minnkaði muninn. Heimamenn héldu þó sínu striki og munurinn fyrir lokaleikhlutann er nú 21 stig. Norrköping þarf einfaldlega á kraftaverki á halda. Jakob skoraði tvö stig af vítalínunni í leikhlutanum og er kominn í 28 stig. Hlynur er enn með sex stig.4. leikhluti: 102-83 Norrköping náði aldrei að ógna forystu Sundsvall og leikurinn fjaraði út, hægt og rólega. Sundsvall skoraði ekki stig fyrstu tvær mínútur leikhlutans en þegar að Jakob seti niður þrist - sinn sjöunda í leiknum - eftir sendingu frá Hlyni var endanlega ljóst í hvað stefndi. Heimamenn gáfu ekkert eftir og tryggðu sér titilinn með stæl. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83. Jakob var stigahæstur allra á vellinum með 31 stig en Hlynur tók flest fráköst allra, níu talsins. Úrslitarimman hafði verið æsispennandi en Norrköping var hársbreidd frá því að vinna titilinn í sjötta leik liðanna. Jakob Örn kom í veg fyrir það með því að tryggja Sundsvall framlengingu í þeim leik sem Sundsvall svo vann. Jakob átti einnig stórleik í framlengingunni. Óhætt er að segja að þeir Jakob og Hlynur hafi svo átt stóran þátt í sigrinum í dag. Báðir hafa verið lykilmenn í liðinu í allan vetur og leikið sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Jakob átti einn besta leik ferils síns í dag - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði tíu af fyrstu fimmtán stigum Sundsvall í leiknum sem stakk hreinlega af í fyrsta leikhluta. Jakob var alls með 26 stig í fyrri hálfleik og setti niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Hlynur stóð sig einnig vel og skoraði úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum. Staðan í hálfleik var 62-40 og átti þessi góða frammistaða í fyrri hálfleik eftir að færa liðinu sigurinn í dag. Íslensku strákarnir höfðu hægt um sig í seinni hálfleik en þegar að Jakob setti niður þriggja stiga skot í upphafi fjórða leikhluta, eftir stoðsendingu frá Hlyni, var endanlega ljóst í hvað stefndi. Munurinn hafði haldist nánast sá sami í seinni hálfleik en mestur varð hann 27 stig. Norrköping náði aldrei að stíga skrefið til fulls og ógna forystu Sundsvall að nokkru ráði. Sigurinn var á endanum öruggur sem fyrr segir. Jakob skoraði alls 31 stig í leiknum auk þess sem hann gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Hann nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum og þrjú af fimm tveggja stiga. Hann var einnig öruggur á vítalínunni - setti niður fjögur af fimm vítaköstum. Hlynur skoraði níu stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þeir félagar voru lengst inn á vellinum af leikmönnum Sundsvall - Jakob í rúmar 36 mínútur og Hlynur í tæpar 36. Fylgst var með leiknum á Vísi.1. leikhluti: 32-15 Jakob Örn átti stórleik í fyrsta leikhluta en hann skoraði alls sextán stig í honum, þar af fyrstu fimm stigin í leiknum. Þar með gaf hann tóninn fyrir það sem koma skyldi. Heimamenn fóru hreinlega á kostum með Jakob í fararbroddi en hann setti niður fjögur þriggja stiga skot í leikhlutanum. Hlynur setti einnig niður þrist í leikhlutanum og er kominn með þrjú stig. Hann tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.2. leikhluti: 62-40 Jakob er greinilega að eiga leik lífsins. Hann hefur skorað 26 stig og sett niður sex af sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hann byrjaði annan leikhluta á því að setja niður þrist eftir sjö sekúndur. Hlynur mátti ekki vera minni maður og setti sinn annan þrist niður í leiknum um miðjan leikhlutann. Hann er samtals með sex stig og hefur nýtt bæði þriggja stiga skotin sín. Jakob lokaði svo leikhlutanum eins og hann byrjaði hann - með þristi. Staðan að loknum fyrri hálfleik er 62-40 og ljóst að Sundsvall er í ansi vænlegri stöðu. Jakob er með 26 stig, tvær stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hann hefur ekki enn tapað bolta. Hlynur er með sex stig, fimm fráköst og eina stoðsendinga. Hann hefur tapað boltanum einu sinni.3. leikhluti: 81-60 Strákarnir höfðu mjög hægt um sig í þriðja leikhluta. Hlynur byrjaði á því að misnota sitt fyrsta þriggja stiga skot í leiknum og þá tapaði Jakob sínum fyrsta bolta. En Sundsvall byrjaði engu að síður vel og félagar þeirra settu niður nokkur þriggja stiga skot. Munurinn varð mestru 27 stig í stöðunni 70-43 en þá komst Norrköping á 8-1 sprett og minnkaði muninn. Heimamenn héldu þó sínu striki og munurinn fyrir lokaleikhlutann er nú 21 stig. Norrköping þarf einfaldlega á kraftaverki á halda. Jakob skoraði tvö stig af vítalínunni í leikhlutanum og er kominn í 28 stig. Hlynur er enn með sex stig.4. leikhluti: 102-83 Norrköping náði aldrei að ógna forystu Sundsvall og leikurinn fjaraði út, hægt og rólega. Sundsvall skoraði ekki stig fyrstu tvær mínútur leikhlutans en þegar að Jakob seti niður þrist - sinn sjöunda í leiknum - eftir sendingu frá Hlyni var endanlega ljóst í hvað stefndi. Heimamenn gáfu ekkert eftir og tryggðu sér titilinn með stæl.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik