Erlent

Reuters birtir hrikalegar myndir frá árásinni á Bin Laden

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðsetur Osama Bin Ladens þar sem árásin var gerð. Mynd/ AFP.
Aðsetur Osama Bin Ladens þar sem árásin var gerð. Mynd/ AFP.
Reuters fréttastofan hefur undir höndum myndir sem teknar eru við aðsetur Osama Bin Ladens í Abbottabad í Pakistan skömmu eftir að árásin var gerð þar á sunnudaginn. Myndirnar sýna þrjá menn í blóði sínu. Bin Laden er ekki þeirra á meðal.

Reuters segir að myndirnar séu teknar af pakistönskum leyniþjónustumanni sem var á vettvangi skömmu eftir að árásin var gerð. Leyniþjónustumaðurinn seldi Reuters myndirnar, en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Reuters segir að enginn mannanna líti út eins og Bin Laden. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að sýna ekki myndir af líki hans vegna þess að það gæti orsakað meira ofbeldi og al Qaida gæti notað það í áróðurskyni.

Reuters segir að myndirnar sem teknar voru af leyniþjónustumanninum hafi verið teknar innan klukkustundar frá því að árás bandarísku leyniþjónustumannanna lauk.

Hér má sjá myndirnar umræddu, en það er full ástæða til að vara viðkvæma við þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×