Innlent

Öryrkjabandalag Íslands 50 ára á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Öryrkjabandalag Íslands er 50 ára á morgun.
Öryrkjabandalag Íslands er 50 ára á morgun.
Öryrkjabandalag Íslands verður 50 ára á morgun. Af því tilefni verður frumsýnd heimildarmyndin „Eitt samfélag fyrir alla, Öryrkjabandalag Íslands í 50 ár." Rauður þráður myndarinnar er mannréttindabarátta, eftir því sem kemur fram í tilkynningu.

Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er heimildarmynd um ÖBÍ en höfundur myndarinnar Páll Kristinn Pálsson hefur unnið að gerð hennar undanfarið ár. Efniviðurinn kemur að megninu til frá sjónvarpi RÚV, Kvikmyndasafni Íslands, persónulegum myndasöfnum og miklum fjölda viðtala. Fjallað er um sögu Öryrkjabandalagsins í máli og myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×