Erlent

Fylgdust með árásinni á Bin Laden í beinni útsendingu

Óli Tynes skrifar
Úr stríðsherberginu. Hillary Clinton utanríkisráðherra heldur fyrir munninn.
Úr stríðsherberginu. Hillary Clinton utanríkisráðherra heldur fyrir munninn.
Barack Obama og helstu ráðgjafar hans fylgdust með árásinni á virki Osama Bin Ladens í beinni útsendingu í stríðsherbergi Hvíta hússins. Kvikmyndatökuvélar voru bæði í þyrlunum og eins á hjálmum einhverra hermannanna. Forsetinn gat því fylgst með því sem gerðist bæði utan dyra og innan.

 

Talsmaður Hvíta hússins sagði að mikil spenna hefði ríkt í stríðsherberginu og forsetinn hefði haft miklar áhyggjur af öryggi hermannanna. Mönnum hefði verið mjög létt þegar aðgerðinni var lokið, Bin Laden fallinn og hermennirnir á leið burt með lík hans.

 

Á ljósmynd úr stríðsherberginu má sjá þá hlið við hlið Joe Biden varaforseeta og Barack Obama gegnt þeim situr meðal annars Hillary Clinton sem hálfhylur andlitið í höndum sér þegar spennan er sem mest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×