Innlent

Ísland framarlega hvað varðar aðstæður mæðra og barna

Mæður og börn hafa það best í Noregi samkvæmt nýrri könnun alþjóðasamtakanna Save the Children, eða Barnaheilla. Mæður og börn búa við næst bestar aðstæður í Ástralíu og þar næst á Íslandi samkvæmt könnuninni, sem gerð er árlega og birt daginn fyrir alþjóðlegan mæðradag sem er á morgun.

Verstar eru aðstæður mæðra og barna í Afganistan. En þættir sem horft er til eru dánartíðni mæðra og barna, hver meðalaldur kvenna er í einstökum löndum, hvað skólaganga þeirra er mikil og hvernig búið er að mæðrum til að mynda hvað varðar fæðingarorlof.

Aðstæður mæðra og barna í 160 löndum eru skoðuð og í ár eru Bandaríkin til að mynda í þrítugasta og fyrsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×