Fótbolti

Guðjón: Var með það á hreinu hvert Gulli ætlaði

Stefán Árni Pálsson á Vodafone-vellinum skrifar
Guðjón Pétur skorar úr vítaspyrnunni í dag.
Guðjón Pétur skorar úr vítaspyrnunni í dag. Mynd/Anton
„Þetta er frábær byrjun fyrir okkur," sagði Guðjón Pétur Lýðsson, markaskorari Vals, eftir sigurinn í kvöld.

„Það er alltaf gott að fá þrjú stig á móti hvaða liði sem er, en FH er með frábært lið og því var þetta sérstaklega mikilvægur sigur".

„FH-ingar byrjuðu leikinn af fullum krafti, en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn þá komumst við almennilega inn í leikinn og sýndum fína takta á köflum".

„Eftir markið okkar þá pressuðu FH-ingar stíft á okkur en við náðum að standast það vel og lönduðum sigrinum," sagði Guðjón.

„Ég vissi allan tíman að Gulli myndi skutla sér í hitt hornið og því var þetta aldrei spurning í vítinu hjá mér," sagði Guðjón.

„Við erum með fullt af frábærum leikmönnum og vonandi höldum við áfram að berjast svona fyrir hvern annan og ná fram úrslitum," sagði Guðjón ánægður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×