Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna Ari Erlingsson í Keflavík skrifar 2. maí 2011 17:45 Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann. Það var síðan varamaðurinn Jóhann Birnir Guðmundsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík með tveimur mörkum á síðsta stundarfjórðung leiksins. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og var leikmenn liðanna töuverðan tíma að venjast þungum vellinum. Hvorugt liðið náði að byggja upp eitthvað spil svo heitið gæti. Efir um hálftíma leik fóru þó hlutirnir að gerast. Fyrst skoraði Daníel Laxdal laglegt mark. Eftir fát í vörn Keflvíkinga náði Daníel að leggja boltann fyrir sig inn í teignum, rekja boltann áleiðis að markinu og lagði varnarjaxlinn boltann undir Ómar í markinu eins og þaulvanur framherji. Staðan 0-1 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar voru ekki lengi að svara og var þar að verki Hilmar Geir Eiðsson sem slapp einn gegn Magnúsi markverði og lagði knöttinn snyrtilega í netið. Rétt fyrir leikslok var Arnór Traustason miðjumaður Keflvíkinha nærri því búinn að breyta stöðunni í 2-1 en Magnús í marki Stjörnunnar sýndi stórbrotin tilþrif.Hálfleikstölur því 1-1 í jöfnum baráttuleik. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og það var einmitt barátta og eljusemi Garðars Jóhannssonar sem skapaði næsta mark leiksins á 61 mínútu. Garðar vann návígi á miðjunni og sendi boltann inn fyrir vörn Keflavíkur þar sem Halldór Orri Björnsson var fyrri til boltans er Ómar Jóhannsson óð út úr markinu. Eftirleikurinn fyrir Halldór var auðveldur þar sem hann lagði boltann í tómt markið. Rétt eins og í fyrri hálfleik svöruðuðu Keflvíkingar nánast samstundis. Þar var að verki Guðmundur Steinarsson á 63 nínútu úr vítaspyrnu eftir að Pedersen hafði handleikið boltann inn í teig Keflvíkinga. Á 70 mínútu sendi Willum Þór þjálfari Keflavíkur Jóhann Birni Guðmundsson inná og átti hann heldur betur eftir að breyta gangi leiksins. Jóhann skorað laglega 3-2 á 74 mínútu og svo gulltryggði hann sigurinn 4-2 á 85 mínútu. Sannarlega munaður fyrir Willum að eiga slíkan mann á bekknum. Keflvíkingar geta verið hæstánægðir með úrslitin þótt spilamennskan hafi ef til vill ekki verið óaðfinnanleg. Stjörnumenn sem þótti sumum á þá hallað í dómgæslu voru svekkir og geta kannski kennt lánleysi um. Þeir hefðu í raun vel getað staðið uppi sem sigurvegarar en það voru Keflvíkingar sem nýttu færin á lokakaflanum og sigur Reyknesingum því staðreynd.Keflavík-Stjarnan 4-2 (1-1)Áhorfendur: 1150Dómari: Kristinn Jakobsson 7Skot (á mark): 11-8 (5-6)Varin skot: Ómar 3 – Magnús Karl 3Horn: 6-6Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 7-4Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 5 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 6 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7(70., Jóhann Birnir Guðmundsson 8 - maður leiksins) Andri Steinn Birgisson 6 Einar Orri Einarsson 5 Arnór Ingvi Traustason 7 (64. Magnús Sverrir Þorsteinsson 7) Magnús Þórir Matthíasson 7 Guðmundur Steinarsson 7Stjarnan (4-4-1-1): Magnús Karl Pétursson 6 Jóhann Laxdal 6 Nikolaj Pedersen 4 Daníel Laxdal 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Víðir Þorvarðarson 6 (74. Aron Grétar Jafetsson -) Björn Pálsson 4 (84. Grétar Atli Grétarsson -) Baldvin Sturluson 3 (54. Þorvaldur Árnason 4) Hörður Árnason 5 Halldór Orri Björnsson 5 Garðar Jóhannsson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45 Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37 Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Willum Þór: Þetta féll okkar megin Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja. 2. maí 2011 22:45
Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 2. maí 2011 22:37
Bjarni: Ótrúlega margt í dómgæslunni sem pirraði okkur Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var vitaskuld ekki sáttur með niðustöðu leiksins sem og spilamennsku liðsins. Mistök Kristins Jakobssonar dómara þótti honum einnig súr. 2. maí 2011 23:05