Innlent

Iðnaðarráðherra á Íslendingaslóðum í Kanada

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra var heiðursgestur á ársfundi sambands Íslendingafélaga í Norður Ameríku sem haldinn var um helgina í Edmonton í Kanada. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um 250 manns af íslensku bergi brotnir hafi sótt fundinn en um 200 þúsun Kanadamenn eiga ættir sínar að rekja til Íslands og 100.000 Bandaríkjamenn.

Katrín hélt erindi um stöðu efnahagsmála á Íslandi á morgunverðarfundi á föstudeginum en á laugardagskvöldinu hélt hún síðan hátíðarræðu samkomunnar gerður var segir í tilkynningunni að góður rómur hafi verið gerður að ræðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×