Erlent

Munu reyna að hefna fyrir dauða Osama

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunanr CIA segir að hryðjuverkasamtökin Al Kaída muni án vafa reyna að hefna fyrir drápið á leiðtoga sínum Osama bin Laden. Leon Panetta segir að þrátt fyrir að Osama sé allur, sé ekki hægt að segja það sama um samtökin sem hann stýrði.

Bandaríska fréttastofan ABC hefur í dag sýnt myndband sem sagt er vera innan úr húsinu í Pakistan þar sem ráðist var að bin Laden. Þá hefur einnig verið greint frá því að húsið hafi orðið alelda skömmu eftir að bandaríkjamennirnir luku aðgerð sinni. Talið er víst að Osama hafi búið í húsinu í átta mánuði hið minnsta.

Þá hafa Talíbanar í Afganistan hótað hefndum en fréttastöðin Al Jazeera greinir frá því. Hamas-samtökin í Palestínu hafa fordæmt árásina á bin Laden og Bræðralag Múslima í Egyptalandi hefur gert slíkt hið sama.



Hér má sjá myndband ABC fréttastofunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×