Erlent

Felustaður Bin Laden brennur

Kveikt var í felustað Osama Bin Laden í morgun eftir að fréttir bárust af því að hann hefði verið myrtur af bandarískum sérsveitarmönnum.

Sjónvarpsstöðvar í Pakistan hafa sýnt myndir af logandi húsinu en eftir því sem næst verður komist voru það heimamenn sem kveiktu í því.

Osama hafði falið sig í bænum Abbottabad í Pakistan, sem er í um 100 kílómetra norðan við höfuðborginni Islamabad. Húsið var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og gaddavír. 

Myndbandið af brunanum sem sjá má með því að smella á tengilinn hér að ofan, var sýnt á sjónvarpsstöðinni Geo TV í morgun.


Tengdar fréttir

Osama Bin Laden er látinn

Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×