Osama bjó í víggirtu stórhýsi - allt rusl var brennt 2. maí 2011 10:03 Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina. Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina.
Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32
Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44
Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28