Innlent

Lýsir yfir áhyggjum af vaxandi vændi og mansali

Zontasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af  því að vændi  og mansal virðist vera vaxandi vandamál á  Íslandi.

Í ályktun landsfundar Zontasambands Íslands er því  beint til stjórnvalda að taka fast á þessu samfélagsmeini og fylgja  eftir lögum um bann við  vændiskaupum  sem samþykkt voru á Alþingi 2009. Zonta er alþjóþleg hreyfing kvenna sem styrkir ýmis þörf samfélagsverkefni sem beinast eingöngu að konum

Í ályktun samtakanna er lýst áhyggjum af því að einstaklingar selji aðgang að líkama sínum. Það sé í senn niðurlægjandi  og til skammar sérhverju nútímasamfélagi sem vilji hafa réttlæti, jöfnuð og lýðræði að leiðarljósi.

Zontasamband Íslands fordæmir þá sem kaupa vændi.  Ennfremur þá sem dreifa og eða selja sjónvarpsefni þar sem aðgangur að klámstöðvum er innifalinn og þá  sem dreifa aðgangi að klámi á internetinu.

Zontasamband Íslands hvetur dómstóla til að taka fast á þeim sem kaupa vændi og stunda mansal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×