Innlent

Kröfuganga klukkan hálf tvö

Það var enginn snjór á verkalýðsdeginum fyrir ári.
Það var enginn snjór á verkalýðsdeginum fyrir ári.
Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs klukkan eitt og lagt af stað klukkan hálf tvö niður Laugaveginn. Útifundurinn á Austurvelli hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö og lýkur klukkan þrjú. Á Akranesi verður lagt upp í kröfugöngu klukkan tvö og síðan verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness.

Kaffisamsæti eru víða haldin á vegum verkalýðsfélaga en á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan hálf tvö þar sem Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ verður aðalræðumaður.

Óvenju mikið verður um dýrðir hjá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Forsetahjónin eru á Húsavík í tilefni dagsins og flytur herra Ólafur Ragnar Grímsson hátíðarávarp í Íþróttahöllinni á Húsavík en dagskráin þar hefst klukkan tvö. Nánari upplýsingar eru um dagskrá verkalýðsfélaganna á heimasíðu Alþýðusambandsins, asi.is.

Þá er rétt að geta þess að árlegri hópkeyrslu Sniglanna hefur verið frestað til klukkan fjögur síðdegis en hersingin keyrir frá gatnamótum Laugavegar og Bankastrætis, suður Lækjargötu og endar síðan á Kirkjusandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×