Erlent

Hefðu viljað ná Osama lifandi

Osama bin Laden hefði verið tekinn lifandi svo hægt hefði verið að rétta yfir honum, ef þess hefði verið nokkur kostur.

Þetta segir dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Eric Holder, í vðtali við BBC. Bandaríkjamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að taka Bin Laden af lífi án dóms og laga en í viðtali við BBC segir Eric Holder að fyrirskipunin hafi verið að ná honum á lífi en drepa hann ella. Hefði hryðjuverkaleiðtoginn gefist upp hefði hann verið handtekinn og fluttur á brott. Hann ítrekaði hinsvegar að öryggi hermannanna hefði skipt mestu máli og aðstæður hefðu ekki boðið upp á að Osama væri handtekinn.

Þetta gengur reyndar þvert á fyrri yfirlýsingar bandaríkjastjórnar sem áður hefur sagt að ekki hafi staðið til að ná honum á lífi.

Þá hefur verið greint frá dagbók Bin Ladens, sem var á meðal þeirra gagna sem aflað var í leiðangrinum þegar hann var felldur. Í bókinni reyndi meðal annars að reikna út hve marga bandaríska borgara þyrfti að drepa, til þess að koma bandaríkjaher frá Miðausturlöndum. Þá kvartar hann í bókinni yfir því að hryðjuverkaárásir sem framdar voru  í kjölfar árásana á tvíburaturnana árið 2001 hafi ekki haft nægilega mikil áhrif á Vesturlöndum og því þyrfti að leggja áherslu á árásir þar sem mannfallið væri í þúsundum talið en ekki tugum eða hundruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×