Barcelona náði að tryggja sér spænska meistaratitilinn í gærkvöldi eftir, 1-1, jafntefli gegn Levante.
Seydou Keita skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu en Levante náði að jafna metinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Felipe Caicedo skoraði fyrir heimamenn.
Barcelona hefur verið í efsta sæti deildarinnar nánast alveg frá byrjun og róðurinn var orðinn virkilega þungur fyrir Real Madrid sem hafa verið í öðru sæti deildarinnar allan þennan tíma.
Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Barcelona vinnur spænsku deildina og í 21. skipti yfir heildina. Liðið hefur 92 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu en þar sem Real Madrid hefur 86 stig þá geta lærisveinar Mourinho ekki náð efsta sætinu.
Barcelona hefur betri árangur innbyrðis gegn Real Madrid og því getur ekkert komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum.
Börsungar geta síðan fullkomnað tímabilið gegn Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þann 28. maí.
Hér að ofan má sjá myndbrot af fagnaðarlátunum eftir leikinn í gær.
Barcelona meistarar þriðja árið í röð
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti