Innlent

Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sorpbrennslan Funi. Mynd/ Rósa.
Sorpbrennslan Funi. Mynd/ Rósa.
Umhverfisstofnun tekur undir ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í skýrslu um málefni sorpbrennslna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun vegna skýrslunnar sem birt var í dag.

Umhverfisstofnun segir að gerðar hafi verið umfangsmiklar breytingar á Umhverfisstofnun á fyrri hluta árs 2008 og í kjölfarið mörkuð stefna til framtíðar. Skipuriti stofnunarinnar hafi verið breytt og nýir stjórnendur komið inn. Farið var yfir verkefni stofnunarinnar, eldri stefnur endurskoðaðar og í kjölfarið gerðar margvíslegar breytingar á starfseminni.

Í ljós kom meðal annars að bæta þyrfti eftirlit stofnunarinnar og þá sérstaklega eftirfylgni og beitingu þvingunarúrræða. Fyrir 2008 heyrði það til undantekninga að þvingunarúrræðum stofnunarinnar hafi verið beitt.

Ítarlega umfjöllun um málið má lesa á vef Umhverfisstofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×