Erlent

Assange fékk friðarverðlaun

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, fékk í gær gullmedalíu Friðarstofnunarinnar í Sidney. Assange er sá fjórði sem hlotnast þessi heiður í fjórtán ára sögu verðlaunanna en þau eru tengd háskólanum í borginni og studd af borgaryfirvöldum. Assange er enn að berjast gegn framsali frá Bretlandi til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot.

WikiLeaks vakti gríðarlega athygli á síðasta ári þegar um 250 þúsund leyniskjöl úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna voru gerð opinber. Þegar Assange tók við verðlaununum í gær sagðist hann viss um að birting skjalanna hefði haft mikil áhrif uppreisnir almennings í miðausturlöndum og Norður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×