Erlent

Þúsundir flýja Róm vegna jarðskjálfta

Óli Tynes skrifar
Hverfur Róm í dag?
Hverfur Róm í dag?
Bílastraumur hefur verið frá Róm í dag  af ótta við að þar verði risastór jarðskjálfti. Sá ótti er byggður á spádómi jarðskjálftafræðingsins Raffaele Bendandi sem lést árið 1979. Hann er sagður hafa spáð því að jarðskjálfti myndi leggja Róm í rúst á þessum degi. Svo mikill er óttinn að fluttar hafa verið sérstakar fréttir á útvarps og sjónvarpsstöðvum þar sem sagt er að ekki sé hægt að spá fyrir um jarðskjálfta með svona löngum fyrirvara. Auk þess er dregið í efa að Bendandi hafi nokkrusinni spáð þessu.

Bendandi þessi er söguleg persóna. Benito Mussolini sló hann til riddara árið 1927 fyrir einstaka spádómsgáfu. Því var haldið fram að hann hefði notað gang himintunglanna til þess að spá fyrir um jarðskjálfta sem varð um eittþúsund manns að bana árið 1923.

Orðrómur um endalok Rómar hefur verið á flakki mánuðum saman og tölur sýna að 18 prósent fleiri opinberir starfsmenn en venjulega ætla ekki að mæta til vinnu í dag. Jarðskjálftinn í L'Aquila árið 2009 hefur aukið á ótta Rómarbúa. Jarðfræðingurinn Giampaolo Giuliani er sagður hafa spáð fyrir um hann, en yfirvöld hunsað aðvaranir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×