Erlent

Synir Osama gagnrýna drápið á föður sínum

Synir hryðjuverkaleiðtogans Osama Bin Laden gagnrýna bandarísk yfirvöld harðlega í yfirlýsingu sem þeir sendu stórblaðinu New York Times.

Í bréfinu sem undiritað er af Omari Bin Laden segja synnir hans að drápið á honum hafa verið gerræðislegt og vilja fá að vita hversvegna hann hafi ekki verið handtekinn. Þá krefjast þeir þess í yfirlýsingunni að ættingjar sem handteknir voru í árásinni á bústað bin Ladens verði látnir lausir. Omar Bin Laden hefur áður komið fram opinberlega og hefur margsinnis gagnrýnt skoðanir föðurs síns harðlega.

Synirnir segjast efast um sannleiksgildi fregna af dauða Osama, enda hafi engar myndir birst af líkinu og segjast Bandaríkjamenn hafa sökt því í sjóinn skömmu eftir aðgerðina. En ef rétt reynist spyrja synirnir hvernig standi á því að óvopnaður maður hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir glæpi sína.

Þeir fullyrða að drápið á Osama hafi verið brot á alþjóðalögum og benda á að mönnum á borð við Saddam Hussein og Slobodan Milosevic hafi gefist kostur á réttarhöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×