Innlent

Fjöldi nýnema tvöfaldast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskólatorg. Fjöldi nýnema í háskólum hefur tvöfaldast á fáeinum árum. Mynd/ Stefán.
Háskólatorg. Fjöldi nýnema í háskólum hefur tvöfaldast á fáeinum árum. Mynd/ Stefán.
Nýnemar á háskólastigi voru um það bil 3900 síðasta haust og hafði fjöldi þeirra tæplega tvöfaldast frá hausti 1997. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Nýnemar voru þó enn fleiri haustið 2009 eða tæplega 4400 og hafa aldrei verið fleiri en þá.

Karlar voru að jafnaði tæplega 40% nýnema frá 1997-2007. Árin 2008 og fram til síðasta hausts er hlutfall karla yfir 40% öll árin og hæst í fyrrahaust, eða 43,5%. Fjölgun nýnema í yngstu aldurshópunum er áberandi síðustu ár. Þannig voru nemendur 20 ára og yngri 20,5% nýnema haustið 2007 en 27,5% haustið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×