Erlent

Uppreisnarmenn með yfirhöndina í Misrata

MYND/AP
Uppreisnarmenn í Líbísku borginni Misrata segjast hafa náð að hrekja hermenn Gaddafís einræðisherra frá úthverfum borgarinnar. Borgin er sú eina í vesturhluta landsins sem lýtur stjórn uppreisnarmanna og hafa menn Gaddafís setið um hana í tvo mánuði.

Yfirmaður hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum hefur kallað eftir vopnahléi í borginni svo unnt verði að koma íbúum hennar til hjálpar en hann segir ástandið afar slæmt. Í höfuðborginni Trípólí heyrðust sprengingar í nótt og er talið að þar hafi verið um loftárásir á vegum NATO að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×