Fótbolti

Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar í kvöld.
Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AP
Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley.

Messi varð langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar á þessu tímabili en hann skoraði fjórum mörkum meira en þeir Mario Gómez hjá Bayern Munchen og Samuel Eto'o hjá Internazionale.

Lionel Messi jafnaði markamet Ruud van Nistelrooy á einu tímabili í Meistaradeildinni en Hollendingurinn hafði skoraði 12 mörk í xx leikjum tímabilið 2002-2003.

Messi jafnaði líka met Raúl og Andriy Shevchenko en þeir hafa nú allir skorað 18 mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Messi skoraði sex af mörkum sínum í Meistaradeildinni á þessu tímabili eftir að riðakeppninni lauk.

Messi skoraði alls 53 mörk í 55 leikjum með Barcelona á leiktíðinni, 31 mark í 33 leikjum í spænsku deildinni, 12 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni, 7 mörk í 7 leikjum í Konungsbikarnum og 3 mörk í 2 leikjum í spænsku meistarakeppninni.

Messi skoraði 47 mörk í 53 leikjum á síðasta tímabili og 38 mörk í 51 leik tímabilið þar á undan. Hann hefur nú alls skorað 180 mörk í 268 leikjum í öllum keppnum með Barcelona þrátt fyrir að vera enn aðeins 23 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×