Erlent

Vasaþjófafaraldur í Osló

Óli Tynes skrifar
Algeng brella vasaþjófa er að spyrja til vegar.
Algeng brella vasaþjófa er að spyrja til vegar.
Þeir sem ætla að heimsækja Osló í sumar ættu að hafa varann á. Þar er allt vaðandi í vasaþjófum. Á fyrstu mánuðum þessa árs voru 4414 vasaþjófnaðir kærðir til lögreglunnar sem er 57 prósent aukning frá sama tímabili á síðasta ári.

Talið er að vasaþjófnaðir séu í raun miklu fleiri, en aðeins þeir sem tapi verulegum verðmætum leiti til lögreglunnar. Lögreglan segir að flestir þjófarnir séu útlendingar frá Austur-Evrópu sem vinni jafnvel saman í hópum. Hinsvegar séu einnig Norðmenn meðal þeirra.

Þesar tölur þýða að tæplega 40 vasaþjófanðir eru kærðir dag hvern í höfuðborg Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×