Erlent

Hillary huggar Pakistan - segir Bandaríkin standa þétt við bakið á þeim

Hillary Clinton á Íslandi. Myndin er úr safni.
Hillary Clinton á Íslandi. Myndin er úr safni.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, er í opinberri heimsókn í Pakistan. Hún sagði á blaðamannafundi í dag að Bandaríkjamenn myndu standa þétt við bakið á Pakistönsku þjóðinni.

Ástæðan er sú að Talibanar og Al-Kaída-liðar hafa látið reiði sína bitna á Pakistan eftir að sérsveit bandaríska hersins drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í byrjun maí.

Pakistönsk yfirvöld hafa beðið bandarísk stjórnvöld um að kalla heim þá 200 bandarísku hermenn sem eru í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×