Erlent

Vatíkanið lokar nunnuklaustri vegna skorts á kirkjusiðum

Heilagi dansinn? Myndin er úr safni.
Heilagi dansinn? Myndin er úr safni.
Vatíkanið hefur lokað umdeildu nunnuklaustri í Róm. Ástæðan var meintur skortur á kirkjusiðum og óráðsía í fjármálum. Ítalskir fjölmiðlar telja ástæðuna aðra.

Klaustrið er landsfrægt á Ítalíu og víðar. Meðal annars breyttu nunnurnar allri innanhúshönnun klaustursins og buðu svo upp á hótelgistingu fyrir ferðamenn. Þá hafa þær haldið fjölmarga tónleika auk þess sem það hefur verið sjónvarpað frá biblíulestrum þeirra sem hefur dregið að fræga einstaklinga á Ítalíu.

Líklega var það annað sem fór fyrir brjóstið á yfirmönnum Vatíkansins. Nunnan Anna Nobili komst nefnilega í heimsfréttirnar fyrir um tveimur árum síðan þegar hún dansaði það sem kallaðist, heilagi dansinn.

Ástæðan fyrir athyglinni var sú að Anna er fyrrverandi nektardansmær, en hún snéri blaðinu við fyrir nokkrum árum síðan. Dansinn var ekkert í ætt við nektardansinn, en umdeildur þó.

Vatíkanið vatt af stað rannsókn sem leiddi það í ljós að nunnurnar stunduðu ekki kirkjulega siði auk þess sem bókhald klaustursins virtist vera í ólagi. Í kjölfarið ákvað Vatíkanið að senda nunnurnar í önnur klaustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×