Erlent

Blóðug borgarastyrjöld hugsanlega í uppsiglingu

Frá mótmælum í Jemen.
Frá mótmælum í Jemen.
Á síðastliðnum fjórum mánuðum hafa yfir hundrað manns látist í átökum á milli mótmælenda og lögreglu í Jemen. Nú er landið á barmi borgarastyrjaldar eftir að ættbálkahöfðingi snérist á sveif með andstæðingum ríkisstjórnar.

Það er ættbálkahöfðinginn Sadeq al-Ahmar sem snérist gegn forseta Jemen, Ali Abdullah Saleh. Jemenar hafa mótmælt með friðsömum hætti síðan í janúar án árangurs. Saleh hefur beitt mótmælendur hörðu ofbeldi og neitar að víkja. Síðasta tilraun til Þess að fá hann úr forsetastóli mistókst á sunnudaginn.

Í þessari viku hafa á fimmta tug manna látist í átökum á milli ættbálksins og forsetans. Meðal annars réðust hermenn ættbálskins á höfuðstöðvar forsetans í miðborg Jemen og úr varð blóðbað.

Og það eru fleiri sem hafa áhyggjur. Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Saleh til þess að láta af embætti og bandarísk yfirvöld hafa dregið alla sendiráðsstarfsmenn úr landinu, og vara bandaríska borgara við að ferðast til landsins. Jafnvel íbúar í Sanaa segja ástandið óbærilegt í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×