Erlent

Sarkozy gaf Gaddaffi valkosti

Gaddaffi þarf að hætta sem fyrst.
Gaddaffi þarf að hætta sem fyrst.
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, bauð Líbíuleiðtoganum Muammar Gaddaffi upp á valkosti í ræðu sinni á ráðstefnu G8 ríkjanna í Deauville í Frakklandi í gær.

Þá sagði hann að Gaddaffi yrði að fara frá, en það þýddi ekki endilega að hann þyrfti að fara í útlegð. Þá sagði Sarkozy að því fyrr sem Gaddafi láti af völdum, því fleiri séu valkostirnir um framhaldið.

Frakkland var síðasta landið til þess að koma að hernaði í Líbíu en þeir hafa lánað herþyrlur til verksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×