Erlent

Átta NATO hermenn féllu í Afganistan

Sjö hermenn féllu í dag þegar sprengja sprakk í vegarkanti þar sem þeir voru á eftirlitsferð.
Sjö hermenn féllu í dag þegar sprengja sprakk í vegarkanti þar sem þeir voru á eftirlitsferð. MYND/AP
Átta hermenn Atlantshafsbandalagsins féllu í dag og hefur mannfall í röðum NATO ekki verið meira í landinu frá því í apríl. Sjö létust þegar öflug sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta landsins og einn hermaður lést þegar þyrla sem hann var í hrapaði til jarðar í austurhlutanum. Ekki er ljóst hverra þjóða mennirnir voru en í þessum mánuði hafa 38 hermenn fjölþjóðaliðsins fallið í landinu. Það sem af er ári hafa 189 NATO hermenn fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×