Erlent

Íbúar nærri Fukushima fengu að vitja persónulegra muna

Það er mikil geislavirkni í kringum kjarnorkuverið i Fukushima.
Það er mikil geislavirkni í kringum kjarnorkuverið i Fukushima.
Íbúar í nágrenni Fukushima í Japan fengu að snúa heim í dag til þess að sækja hluta af eigum sínum.

Eins og kunnugt er bræddi kjarnoruverið í Fukushima úr sér og mengaði nærliggjandi svæði eftir að jarðskjálftinn reið yfir í mars síðastliðnum.

Þetta er í fyrsta skiptið sem almennir borgarar fá að fara inn á svæðið, sem er geislamengað, en íbúarnir fengu aðeins að taka það með sér sem þeir komu fyrir í einum svörtum plastpoka vegna ótta við geislamengun og plássleysis í bílunum sem ferja íbúana inn á og af svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×