Erlent

Sendiráðsstarfsmenn flýja Jemen

Óttast er að átök séu að brjótast út í Jemen.
Óttast er að átök séu að brjótast út í Jemen.
Bandarísk yfirvöld hafa sent starfsmenn sína í sendiráði Bandaríkjanna út úr Jemen vegna mikils óróa þar í landi en 44 hafa látist í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhermanna síðan á mánudaginn.

Þá hafa Bandaríkjamenn varað bandaríska borgara við að ferðast til landsins af ótta við að borgarastyrjöld sé að brjótast út.

Öflugur ættbálkahöfðingi hefur snúist á sveif með mótmælendum og berst af mikilli hörku við forseta Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×