Erlent

Ekkert fararsnið á Saleh

Hörð átök hafa geisað í Jemen undanfarna daga.
Hörð átök hafa geisað í Jemen undanfarna daga.
Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, er ekkert á þeim buxunum að segja af sér ef marka má yfirlýsingar hans. Harðir bardagar hafa nú staðið í þrjá daga samfleytt í höfuðborginni Sana og hafa tugir fallið. Barack Obama Bandaríkjaforseti og David Cameron forsætisráðherra Breta ítrekuðu báðir á blaðamannafundi í dag þá skoðun sína að Saleh eigi að láta af völdum en mótmæli gegn forsetanum hafa nú staðið í þrjá mánuði.

Saleh er hinsvegar herskár og segist ekki taka við skipunum frá utanaðkomandi aðilum. Hann ætli ekki að láta af völdum og að eigin sögn kemur ekki til greina að hann fari frá Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×