Erlent

Vertu viss um að þú sért að drepast

Óli Tynes skrifar
Guildford Crown Sourt dómshúsið. Þar fara réttarhöldin yfir Patriciu fram.
Guildford Crown Sourt dómshúsið. Þar fara réttarhöldin yfir Patriciu fram.
Þegar Breski eftirlaunaþeginn Tony Wakeford hélt að hann væri að deyja fyrir fimm árum játaði hann fyrir  eiginkonu sinni Patriciu að hann hefði haldið framhjá henni með Penny, bestu vinkonu hennar. Eftir játninguna hresstist svo Tony og fór heim til Patriciu í von um fyrirgefningu. En hún var ekki gleymin kona.



Í fimm ár kraumaði reiðin í Patriciu og fór enginn í grafgötur um þær tilfinningar hennar. Fjórða september á síðasta ári rak hún svo eldhúshníf í gegnum hjarta hans. Fleiri áverkar eftir hnífinn fundust á höndum hans og fótum. Tony var 75 ára og mjög veikburða. Patricia er 63 ára. Breskur kviðdómur á nú að skera úr um hvort Tony hafi ógnað Patriciu eins og hún heldur fram, eða hvort hún myrti hann að yfirlögðu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×