Erlent

Seinkar dómsdegi - fylgismenn sitja eftir með sárt ennið

Harold Camping.
Harold Camping.
Dómsdegi var spáð síðustu helgi. Hann kom aldrei eins og flestir tóku eftir. Predikarinn, sem spáði því að 200 milljónir sannkristinna manna myndu fara til himnaríkis með eldhnetti, er þó hvergi af baki dottin.

Útvarpspredikarinn Harold Camping spáði því að dómsdagur rynni upp 21. maí síðastliðinn. Dómsdagur kom aldrei, þó það hafi reyndar gosið á Íslandi sama dag. Það er þó tæpast heimsendir.

Það voru hinsvegar fjölmargir sem trúðu dómsdagspá Harolds. Fylgismenn hans auglýstu heimsendi út um allan heim, meðal annars á Íslandi, fyrir um tvo milljarða króna. Talið er að féð sé aleiga þeirra sem trúðu því að loks væri komið að því.

Meðal fylgismanna var Robert Fitzpatrick sem gaf aleigu sína, eða um 16 milljónir króna. Hann skreytti meðal annars bílinn sinn með ljósaskilti sem boðaði daginn sem aldrei rann upp. Nú segist hann upplifa sig eins og hann hafi verið hæddur og svikinn.

Söfnuður Harolds er hvergi af baki dottin. Þannig sagði Harold í viðtali við Reuters í dag, að hann hefði misreiknað sig. Nú spáir hann dómsdegi þann 21. október. Það er þá þriðji heimsendirinn sem hann spáir en áður spáði hann dómsdegi árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×