Erlent

Fleiri ferðum aflýst í Skotlandi

Photo/AP
Breska flugfélagið British Airways hefur frestað öllum ferðum frá Englandi til Skotlands og verður í fyrsta lagi flogið klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Ástæðan er öskuskýið úr Grímsvötnum sem nú stefnir á Bretlandseyjar. Hollenska félagið KLM hefur aflýst 16 ferðum á morgun til Skotlands og Englands og skoska félagið Loganair hefur aflýst 36 ferðum frá Skotlandi.

Spænska fótboltaliðið Barcelona, sem keppir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley á laugardag ákváðu í dag að fljúga til Englands strax á morgun, degi fyrr en áætlað var, til þess að lenda ekki í mögulegum vandræðum vegna öskunnar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×