Erlent

Áfram ósætti milli Fatah og Hamas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra. Mynd/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra. Mynd/AP
Fyrirhugaður fundur leiðtoga Fatah og Hamas, helstu samtaka Palestínumanna, sem fram átti að fara eftir helgi hefur verið frestað. Of mikið ber í milli í deilu fylkinganna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Í lok apríl var greint frá því að fylkingarinar hefðu náð samkomulagi um að skipa sameiginlega bráðabirgðastjórn og halda síðan kosningar.  

Mikil óeining hefur ríkt milli Fatah og Hamas eftir að síðarnefndu samtökin unnu kosningasigur á Gaza fyrir þremur árum. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og hafa Ísraelar meira og minna haft Gaza í herkví síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×