Ísland í fjórða sæti í Evrópubikarnum í frjálsum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2011 16:12 Stefanía stóð sig vel í grindahlaupi og boðhlaupi Mynd/Helgi Björnsson Ísland hafnaði í fjórða sæti í 3. deild Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum sem lauk á Laugardalsvelli í dag. Ísrael og Kýpur tryggðu sér sæti í 2. deild að ári. Íslenska liðið var í fimmta sæti að loknum fyrri keppnisdegi og hækkaði sig því um eitt sæti á síðari deginum. Ísland hlaut 411,5 stig samtals.Efstu þjóðir 1. Ísrael 490 stig 2. Kýpur 469 stig 3. Moldóva 439 stig 4. Ísland 411,5 stig 5. Bosnía og Hersegóvína 385 stig Bestum árangri íslenska liðsins í dag náðu þær Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Helga Margrét Þorsteinsdóttir í kúluvarpi. Þær lentu báðar í öðru sæti. Þá náði boðsveit kvenna í 4x400 metra hlaupi sömuleiðis öðru sæti. Stangastökkvarinn Bjarki Gíslason, 3000 metra hlauparinn Kári Steinn Karlsson og 200 metra hlauparinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir náðu þriðja sæti í sínum greinum. Árangur íslensku keppendanna á síðari deginumHafdís Sigurðardóttir varð önnur í langstökki kvenna. Hafdís stökk 5,99 metra en Rotem Battat frá Ísrael stökk lengst 6,11 metra. Helga Margrét Þorsteinsdóttir lenti í öðru sæti í kúluvarpi kvenna. Helga kastaði 13,90 metra í síðustu tilraun sinni. Anstasia Metskeyev kastaði 14,86 metra. Íslenska kvennaliðið lenti í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi kvenna. Stelpurnar hljópu á 03:48,81 mínútum og voru innan við sekúndu á eftir moldóvsku stelpunum. Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Signý Hannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Stefanía Valdimarsdóttir skipuðu sveit Íslands. Bjarki Gíslason varð í þriðja sæti í stangarstökki. Bjarki stökk 4,80 metra en sigurstökk Ísraelans Yevgeniy Olkhovskiy var 5,05 metrar. Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 3000 metra hlaupi karla. Kári Steinn hljóp á tímanum 08:21,17 mínútur og kom í mark rúmri sekúndu á eftir Amine Khadiri frá Kýpur sem sigraði. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lenti í 3.- 4. sæti í 200 metra hlaupi kvenna. Hrafnhild hljóp á 24,74 sekúndum og var tæpri hálfri skúndu á eftir Olgu Lenskiy frá Ísrael. Fjóla Signý Hannesdóttir varð í fjórða sæti í 100 metra grindahlaupi kvenna. Fjóla Signý hljóp á 14,93 sekúndum. Dimitra Arachoviti frá Kýpur sigraði á 13,77 sekúndum. Bjartmar Örnuson varð fjórði í 800 metra hlaupi á tímanum 01:52,04 mínútur. Fljótastur varð Ísraelinn Dustin Emrani á 01:50,84 mínútum. Guðmundur Hólmar Jónsson varð í fjórða sæti í spjótkasti karla. Guðmundur kastaði spjótinu 67,65 metra. Antoine Wagner frá Lúxemborg kastaði 71,69 metra sem dugði til sigurs. Sandra Pétursdóttir lenti í fimmta sæti í sleggjukasti kvenna. Sandra kastaði sleggjunni 49,70 metra en hún á best 54,19 metra. Marina Marghiev frá Moldavíu sigraði með kasti upp á 67,41 metra. Blake Jakobsson endaði sjötti í kringlukasti karla. Blake kastaði 48,41 metra en Kýpverjinn Apostolos Parellis kastaði 58,27 metra. Guðrún María Pétursdóttir varð í sjötta sæti í hástökki kvenna. Guðrún María stökk hæst 1,60 metra en Danielle Frenkel frá Ísrael stökk 1,84 metra. Íslenska karlasveitin varð í sjötta sæti í 4x400 metra hlaupi karla á 03:18,06 mínútum. Kristinn Torfason varð sjöundi í þrístökki karla. Kristinn stökk 14,44 metra. Sigurvegari varð Vladimir Letnicov frá Moldóvu sem stökk 16,07 metra. Sveinn Elías Elíasson varð í sjöunda sæti í 200 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 22,19 sekúndum en Ruslan Abbasov frá Aserbaídjsan var hraðastur á 20,99 sekúndum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson varð í áttunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 09:29,06 en Ion Luchianov frá Moldóvu sigraði á 08:54,70. Þá keppti Sigurbjörn Árni Arngrímsson einnig í 110 metra grindahlaupi karla þar sem han varð í 13. sæti. Upphaflega átti Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi að hlaupa en hann treysti sér ekki í hlaupið. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð áttunda í 5000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 18:26,09 og var rúmum tveimur mínútum á eftir Gezashign Safarovu frá Aserbaídsjan. Agnes Erlingsdóttir varð í tólfta og síðasta sæti í 1500 metra hlaupi kvenna. Agnes hljóp á 05:14,60 mínútum og var tæpri mínútu á eftir Luiza Gega frá Albaníu sem sigraði. Innlendar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti í 3. deild Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum sem lauk á Laugardalsvelli í dag. Ísrael og Kýpur tryggðu sér sæti í 2. deild að ári. Íslenska liðið var í fimmta sæti að loknum fyrri keppnisdegi og hækkaði sig því um eitt sæti á síðari deginum. Ísland hlaut 411,5 stig samtals.Efstu þjóðir 1. Ísrael 490 stig 2. Kýpur 469 stig 3. Moldóva 439 stig 4. Ísland 411,5 stig 5. Bosnía og Hersegóvína 385 stig Bestum árangri íslenska liðsins í dag náðu þær Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Helga Margrét Þorsteinsdóttir í kúluvarpi. Þær lentu báðar í öðru sæti. Þá náði boðsveit kvenna í 4x400 metra hlaupi sömuleiðis öðru sæti. Stangastökkvarinn Bjarki Gíslason, 3000 metra hlauparinn Kári Steinn Karlsson og 200 metra hlauparinn Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir náðu þriðja sæti í sínum greinum. Árangur íslensku keppendanna á síðari deginumHafdís Sigurðardóttir varð önnur í langstökki kvenna. Hafdís stökk 5,99 metra en Rotem Battat frá Ísrael stökk lengst 6,11 metra. Helga Margrét Þorsteinsdóttir lenti í öðru sæti í kúluvarpi kvenna. Helga kastaði 13,90 metra í síðustu tilraun sinni. Anstasia Metskeyev kastaði 14,86 metra. Íslenska kvennaliðið lenti í öðru sæti í 4x400 metra hlaupi kvenna. Stelpurnar hljópu á 03:48,81 mínútum og voru innan við sekúndu á eftir moldóvsku stelpunum. Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Signý Hannesdóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Stefanía Valdimarsdóttir skipuðu sveit Íslands. Bjarki Gíslason varð í þriðja sæti í stangarstökki. Bjarki stökk 4,80 metra en sigurstökk Ísraelans Yevgeniy Olkhovskiy var 5,05 metrar. Kári Steinn Karlsson varð þriðji í 3000 metra hlaupi karla. Kári Steinn hljóp á tímanum 08:21,17 mínútur og kom í mark rúmri sekúndu á eftir Amine Khadiri frá Kýpur sem sigraði. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir lenti í 3.- 4. sæti í 200 metra hlaupi kvenna. Hrafnhild hljóp á 24,74 sekúndum og var tæpri hálfri skúndu á eftir Olgu Lenskiy frá Ísrael. Fjóla Signý Hannesdóttir varð í fjórða sæti í 100 metra grindahlaupi kvenna. Fjóla Signý hljóp á 14,93 sekúndum. Dimitra Arachoviti frá Kýpur sigraði á 13,77 sekúndum. Bjartmar Örnuson varð fjórði í 800 metra hlaupi á tímanum 01:52,04 mínútur. Fljótastur varð Ísraelinn Dustin Emrani á 01:50,84 mínútum. Guðmundur Hólmar Jónsson varð í fjórða sæti í spjótkasti karla. Guðmundur kastaði spjótinu 67,65 metra. Antoine Wagner frá Lúxemborg kastaði 71,69 metra sem dugði til sigurs. Sandra Pétursdóttir lenti í fimmta sæti í sleggjukasti kvenna. Sandra kastaði sleggjunni 49,70 metra en hún á best 54,19 metra. Marina Marghiev frá Moldavíu sigraði með kasti upp á 67,41 metra. Blake Jakobsson endaði sjötti í kringlukasti karla. Blake kastaði 48,41 metra en Kýpverjinn Apostolos Parellis kastaði 58,27 metra. Guðrún María Pétursdóttir varð í sjötta sæti í hástökki kvenna. Guðrún María stökk hæst 1,60 metra en Danielle Frenkel frá Ísrael stökk 1,84 metra. Íslenska karlasveitin varð í sjötta sæti í 4x400 metra hlaupi karla á 03:18,06 mínútum. Kristinn Torfason varð sjöundi í þrístökki karla. Kristinn stökk 14,44 metra. Sigurvegari varð Vladimir Letnicov frá Moldóvu sem stökk 16,07 metra. Sveinn Elías Elíasson varð í sjöunda sæti í 200 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 22,19 sekúndum en Ruslan Abbasov frá Aserbaídjsan var hraðastur á 20,99 sekúndum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson varð í áttunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 09:29,06 en Ion Luchianov frá Moldóvu sigraði á 08:54,70. Þá keppti Sigurbjörn Árni Arngrímsson einnig í 110 metra grindahlaupi karla þar sem han varð í 13. sæti. Upphaflega átti Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi að hlaupa en hann treysti sér ekki í hlaupið. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð áttunda í 5000 metra hlaupi kvenna. Hún hljóp á 18:26,09 og var rúmum tveimur mínútum á eftir Gezashign Safarovu frá Aserbaídsjan. Agnes Erlingsdóttir varð í tólfta og síðasta sæti í 1500 metra hlaupi kvenna. Agnes hljóp á 05:14,60 mínútum og var tæpri mínútu á eftir Luiza Gega frá Albaníu sem sigraði.
Innlendar Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Sjá meira