Erlent

Þingkonan sem var skotin í höfuðið heimsækir heimaborgina

Gabrielle Giffords
Gabrielle Giffords Mynd/AP
Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords sem skotin var í höfuðið í Arizona í janúar heimsækir um helgina Tucson í fyrsta sinn eftir ráðist var á hana í borginni. Hún hefur dvalið á sjúkrastofnun í Houston að undanförnu og náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata. Giffords var útskrifuð þaðan á miðvikudaginn.

Giffords var að tala á útifundi þegar 22 ára gamall karlmaður skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Ódæðismaðurinn myrti sex, þar af 9 ára gamla stúlku, og særði 12. Hann situr í fangelsi og bíður dóms.

„Okkur hefur lengi dreymt um þetta ferðalag," segir Mark Kelly, geimfari og eiginmaður Giffords. „Læknar segja að heimsókn í heimaborgina geti skipt miklu máli hvað batann varðar."

Giffords hefur ekki hug á að kom fram opinberlega um helgina. Þá hefur ekki verið upplýst hvort að hún muni heimsækja staðinn þar sem skotárásin átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×