Erlent

Kvartaði sáran undan handjárnunum

Mynd/AP
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kvartaði sáran undan handjárnum sem honum var gert að hafa fyrir aftan bak þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði. Hann sagði þau of þröng. Daginn eftir handtökuna bað hann um egg í fangelsinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslum sem hafa verið opinberaðar um handtökuna.

Strauss-Kahn var handtekinn í New York 14. maí sakaður um að hafa reynt að nauðga hótelþernu. Hann hefur alltaf haldið fram fram sakleysi sínu. Nokkrum dögum eftir handtökun samþykkti dómari að láta Strauss-Kahn lausan úr gæsluvarðhaldi. Hann greiddi eina milljón dollara, eða um 115 milljónir íslenskar krónur, í lausnargjald og þurfti svo að leggja aðrar fimm milljónir dollara fram sem tryggingu.

Í gögnunum um handtökuna er atburðarásinni líst og samskiptum Strauss-Kahn við lögreglumenn. Þar kemur meðal annars fram að Strauss-Kahn spurði lögreglumennina hvort það væri nauðsynlegt að hann bæri handjárn. Þá sagðist Strauss-Kahn njóta friðhelgis sem diplómat. Daginn eftir handtökuna óskaði hann eftir því að fá egg. Ekki var komið til móts við þá beiðni en þess í stað fékk Strauss-Kahn samloku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×