Erlent

Grænfriðungum bannað að trufla olíuleit við Grænland

Hollenskur dómstóll hefur bannað Grænfriðungum að trufla olíuleit skoska olíufélagsins Cairn á Baffins-flóa við Vestur Grænland.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins mega Grænfriðungar ekki koma nær olíuborpalli Cairn en 500 metra. Geri þeir slíkt verða þeir sektaðir um 50 þúsund evrur á dag eða um 8 milljónir króna. Þessar dagsektir eru langtum minni en Cairn fór fram á við dómstólinn en félagið vildi að sektirnar næmu um 330 miljónum króna á dag.

Grænfriðungar eru með tvö skip í grennd við olíuborpallinn og hefur tvisvar tekist að komast um borð í hann. Cairn höfðaði málið í Amsterdam þar sem skip Grænfriðunga eru skráð þar í borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×