Erlent

Yfirvöld hætti að dæla lyfjum í byssumanninn

Mynd/AP
Lögmaður manns sem myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, fyrr á þessu ári vill að fangelsismálayfirvöldum verði óheimilt að gefa manninum geðlyf. Hin mikla lyfjanotkun geti útskýrt undarlega hegðun fangans að undanförnu.

Giffords var að tala á útifundi í borginni Tucson í Arizona þegar Jared Loughner skaut hana í höfuðið af stuttu færi. Sem fyrr segir létust sex í skotárásinni, þar á meðal 9 ára gömul stúlka.

Loughner situr í fangelsi og bíður dóms. Í fangelsinu hefur hann sýnt af sér undarlega og á köflum ofbeldisfulla hegðun gagnvart starfsmönnum fangelsisins, sálfræðingum og lögmanni sínum sem Loughner hrækti á.

Dómari hefur ekki tekið afstöðu til beiðni lögmannsins.

Af Giffords er það að frétta að hún var útskrifuð af sjúkrastofnun um miðjan mánuðinn. Skömmu síðar heimsótti hún Tucson í fyrsta sinn eftir ráðist var á hana í borginni. Giffords hefur náð merkilega miklum framförum þó enn sé nokkuð í að hún nái fullum bata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×