Erlent

Umsátur í Kabúl

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum ríkir umsátursástand við Intercontinental hótelið í miðborg Kabúl.
Samkvæmt erlendum fjölmiðlum ríkir umsátursástand við Intercontinental hótelið í miðborg Kabúl. Mynd/AP
Sprengingar og skothljóð kveða nú við frá alþjóðlegu hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en byssu- og sjálfsvígssprengjumenn réðust inn í hótelið fyrr í kvöld. Fréttir af mannfalli eru á reiki en fullyrt er að 10 séu að minnsta kosti látnir og að þrír lögreglumenn séu særðir. Þá er talið að minnsti kosti einn árásarmannanna hafi sprengt sig í loft upp.

Umsátursástand ríkir við Intercontinental hótelið og hafa sérsveitarmenn verið sendir inn. Fullyrt er að árásarmennirnir hafi tekið hótelgesti í gíslingu. Ekki liggur fyrir hversu margir hótelgestirnir voru þegar árásin var gerð né hversu margir vestrænir ferðamenn eru í hópi þeirra.

Árásinni hefur nú þegar verið líkt við árásirnar í Mumbai í Indlandi í nóvember 2008. Þá réðust pakistanskir hryðjuverkamenn á nokkur hótel í borginni og urðu tæplega 200 manns að bana. Umsátrið varði í fjóra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×