Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Afganistan yfirgefur landið

Abdul Fitrat seðlabankastjóri Afganistan hefur sagt upp starfi sínu og yfirgefið landið.

Hann segist óttast um líf sitt í kjölfar rannsóknar á fjársvikum í Kabul bankanum en fjársvikin gerðu það að verkum að bankinn varð nánast gjaldþrota.

Talsmaður Hamid Karzai forseta Afganistan segir að afsögn og brottför Fitrat jafnist á við landráð þar sem hann sé sjálfur til rannsóknar vegna þess sem gerðist í Kabul bankanum.

Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem höfuðpaurarnir í fjársvikamálinu er Mahmoud Karzai bróðir forsetans. Talið er að um hálfur milljarður dollara hafi horfið úr Kabul bankanum vegna fjársvikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×