Innlent

Bjarnargreiði við brotakonur - kynjamisrétti í refsidómum

Lokaverkefni Helgu Völu Helgadóttur ber heitið "Misskilin mannúð - rannsókn á meðferð réttarkerfisins á brotakonum"
Lokaverkefni Helgu Völu Helgadóttur ber heitið "Misskilin mannúð - rannsókn á meðferð réttarkerfisins á brotakonum"
„Fyrstu viðbrögð þeirra sem ég tala við er að þetta sé brjálað ójafnrétti gagnvart körlum," segir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur, um niðurstöðu meistaraverkefnis síns að réttarkerfið tekur vægar á konum en körlum. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún telja þetta vera bjarnargreiða þar sem konurnar eru jafnvel komnar í verri stöðu en karlmenn þegar þær eru loks stoppaðar af í brotastarfsemi sinni.

Helga Vala segist hafa farið að velta fyrir sér hvort þarna væri um einhvers konar misskilning að ræða innan réttarkerfisins. „... að það væri verið að gera konunum greiða, innan gæsalappa, með því að gefa þeim endalaust þessa sjensa. Því að einhvers staðar hefur þú líka, hvort sem þú gerist brotlegur við lögin eða ekki, þá hefur þú gott af því að fá þetta gula spjald, eða jafnvel rauða," segir hún.

Lokaverkefni Helgu Völu ber heitið „Misskilin mannúð - rannsókn á meðferð réttarkerfisins á brotakonum" en hún útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun fór hún yfir niðurstöður verkefnisins og viðbrögð við þeim. Meðal þess sem þar kom fram er að vegna vægari dóma yfir konum sem teknar eru fyrir fíkniefnasmygl hefur orðið til eins konar launamisrétti meðal burðardýra í fíkniefnaheiminum.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Einnig er hægt að hlusta á viðtalið hér á útvarpssíðu Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×