Erlent

Sólstormur skellur á jörðina í dag

Sólstormur skellur á jörðina í dag en hann hefur verið á leið frá sólu undanfarna viku og ferðast með um 650 kílómetra hraða á sekúndu. Sólstormurinn myndaðist í öflugu sólgosi þann 20 júní síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA er engin hætta talin starfa af þessum sólstormi en hann er af stærðargráðunni G1 og þykir þvi frekar mildur. Einu áhrifin sem jarðarbúar verða hugsanlega varir við eru aukin virkni norðurljósa á norðurhveli jarðarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×