Erlent

Mamman fékk hraðasekt en keyrði aldrei bílinn

Konum er ekki leyfilegt að keyra bíla í Sádí-Arabíu.
Konum er ekki leyfilegt að keyra bíla í Sádí-Arabíu. Mynd úr safni
Þegar að Bandar Al Ammar, blaðamaður frá Sádí-Arabíu, sótti um að fá þjónustustúlku fyrir aldraða móður sína á dögunum, var honum tjáð af yfirvöldum að hann þyrfti fyrst að borga ógreidda hraðasekt móður sinnar áður en hann gæti lagt inn umsóknina.

Sektin hafði verið inni í kerfinu hjá lögreglunni í sex ár og var syni konunnar tjáð að greiða þyrfti sektina áður en þjónustustúlka á vegum hins opinbera gæti aðstoðað móður hans á heimili hennar.

Hann var heldur hissa og gáttaður því móðir hans hafði nefnilega aldrei keyrt bíl og hvað þá komið í vesturhluta borgarinnar Jeddah, þar sem sektin var gefin út. Og það sem meira er, konur mega ekki keyra bíla í Sádí-Arabíu. Al Ammar sagði lögreglunni frá þessum staðreyndum og fékk þau svör að málið yrði athugað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×