Erlent

Með matarolíu í tönkunum

Mynd/AFP
Í september næstkomandi hyggst hollenska flugfélagið KLM fylla á eldsneytistanka sína með matarolíu sem notuð hefur verið til steikingar á frönskum kartöflum. Tilgangurinn er að draga úr losun koldíoxíðs.

Fljúga á 200 ferðir með eldsneyti unnu úr gamalli matarolíu á milli Amsterdam og Parísar. Matarolíueldsneytið er umhverfisvænt og verður því blandað saman við venjulegt flugvélaeldsneyti.

KLM hefur áður flogið með slíkt eldsneyti í tilraunaskyni og hefur nú fengið samþykki fyrir því að nota það í farþegaflugi.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×